
PARKETSLÍPUN EHF
Við sérhæfum okkur í parketslípun, parketlitun, parketlögnum, yfirborðsmeðhöndlun og viðgerðum á parketi
Parketslípun er auðveld og þægileg leið til að gera gamla viðargólfið fallegt á ný
Möguleikarnir eru margir, allt frá því að lakka í nokkrum mismunandi litartónum yfir í að lita gólfið í nánast hvaða lit sem er með olíu
Við setjum lakk eða olíu-lita prufur í gólfin hjá viðskiptavinum okkar ef þess er óskað
Að slípa parket
Að slípa parket er vandasamt verk og við hjá Parketslípun ehf lítum á það sem list
Það tekur langan tíma að þjálfa upp mannskap í þessu fagi
Við leggjum okkur alltaf fram við vandaða vinnu og frágang
Það borgar sig að fá fagmann í parketslípun
Viðgerðir á parketi
- Lamellur (stafir í parketinu) geta oft verið lausar og þá þarf að líma þær niður. Stundum eru þær snúnar eða undnar eftir rakaskemmdir og þá gæti þurft að skipta þeim út eða einfaldlega að líma þær niður áður en gólfið er slípað, fer allt eftir ástandi á þeim
- Stundum er los á niðurlímdu parketi og þá getur verið nauðsynlegt að festa það niður með því að sprauta herði undir parketið
Skemmdir lagaðar
- Ef það eru miklar skemmdir í parketinu gæti þurft að skipta um fjalir eða borð áður en það er slípað. Þessu erum við vön, og elskum að laga parket
- Fyllum í rifur á parketinu ef þess þarf. Það er ekkert mál
Að lita parket
- Það er alltaf skemmtilegt að breyta til og lita parketið
- Það eru ýmsar aðferðir notaðar til að lita parket, oftast með olíu en það er líka hægt með lakki
- Nú til dags er algengt að vaxa eða lakka yfir olíuna til þess að fá sterkara yfirborð og auðvelda þrif
Algengar spurningar
Hvort ættum við að skipta út parketinu fyrir nýtt eða láta slípa upp það gamla?
Okkar mat er að yfirleitt er betra og töluvert ódýrara að láta slípa gamla parketið upp, í sumum tilfellum eru rakaskemmdir sem fara ekki alltaf úr, en þá er oft hægt að skipta um lamellur eða fjalir og slipa svo yfir
Umhverfisvænt
Vegna þess að ekki er þörf á að henda gamla parketinu né að kaupa nýtt.
því miður vilja sumir henda út viðarparketi og setja í staðin harðparket/plastparket með ýmsum ókostum td hljóðvist. Með öðrum orðum, henda út ekta og setja inn gervi
Ódýrara
Það er álíka dýrt að láta slípa gamla parketið og að kaupa ódýrt viðarparket. Þá á eftir að rífa gamla parketið af, farga því og leggja það nýja með tilheyrandi kostnaði
Kostnaðurinn við að fá fagaðila til þess að leggja nýtt parket er álíka mikill og kostnaðurinn við að slípa
Þegar parket er niður límt er dæmið ennþá ýktara
Það borgar sig að reikna dæmið til enda
Fljótlegra
það er mikið fljótlegra að slípa og lakka parketið heldur en að rífa það gamla af og leggja nýtt
Gólfið verður fallegt á ný
þegar búið er að slípa parketið verður það aftur fallegt
Margir litamöguleikar eru í boði. Við gerum oft prufur á gólfið í samráði við viðskiptavini okkar
Kemur mikið ryk þegar verið er að parketslípa?
Nei það kemur mjög lítið ryk, en gott er að plasta inn sjónvörp , málverk ofl
Við notum nýjustu og bestu tækin á markaðnum. Við notum mjög góðar ryksugur sem eru tengdar við vélarnar okkar
Það getur komið töluvert ryk þegar verið er að slípa stiga og þröskulda en ekkert alvarlegt
Þar sem það á við plöstum við yfir myndir hillur o.fl.
Er hægt að lýsa upp parketið án þess að olíubera það?
Já það er hægt við gerum það með því að lakka með svokölluðu Natural lakki, sem er með þann eiginleika að viðurinn helst ljós, eða eins og hann er þegar búið er að slípa litinn ofan af viðnum (oftast gula litinn)
Einnig er hægt að hvítta upp ljósu viðartegundirnar með því að lakka með lakki sem er er búið að bæta hvíttunarefnum út í og kemur það mjög vel út
Dökku viðartegundirnar má líka lýsa aðeins upp, einnig er hægt að lita þau gólf í dekkri tónum
Ef við viljum lita parketið hjá okkur, er það mikið mál?
Nei það er ekkert mál og það er i rauninni hægt að lita parketið með nánast hvaða lit sem er, við gerum það með því að olíubera gólfið með litaðri parketolíu, og síðan er líka möguleiki að lakka, olíubera eða vaxa yfir olíuna
Það eru rifur í parketinu, er hægt að fylla í þær?
Já það er hægt og það eru nokkrar aðferðir til þess, það fer það eftir því hversu miklar rifurnar eru. Oftast ef rifurnar eru ekki mjög stórar þá blöndum við saman fylli og fínu sagi úr gólfinu saman og spöðum í rifurnar. Þetta er gert á milli slípiumferða.
Það eru svo miklar og djúpar rispur í gólfinu hjá okkur , haldið þið að það sé raunhæft að þær hverfi allar?
Reynslan er oftast sú að allar rispur í gólfinu hverfa, ef það eru mjög djúpar skemmdir eða göt í gólfinu þá getum við gert við parketið svo að það sjáist ekki
Best er að fá okkur á staðinn til að meta ástandið á gólfinu ef ykkur finnst tvísýnt með ástandið.
Hafa samband
parketslipun@parketslipun.is
S: 6908050